Fyrsti leikur Fram í úrslitakeppninni er á föstudaginn þegar eyjakonur koma í heimsókn.
ÍBV hefur unnið 2 af 3 leikjum við Fram í vetur en allir hafa þeir unnist með tveggja marka mun.
Nú kalla stelpurnar eftir hjálp. Eigum við ekki að kveðja síðasta tímabilið í Safamýrinni með stæl? Mætum á völlinn og styðjum okkar stelpur fram til sigurs!
Vinna þarf 3 leiki til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn.
Fram – ÍBV – Föstudaginn 6. maí kl. 19.40 – mætum í bláu!🔵⚪