GG-verk og Knattspyrnufélagið Fram undirrituðu samning varðandi áframhaldandi samstarf 20. júní sl.
GG-verk heldur áfram að vera einn af aðal styrktaraðilum Knattspyrnufélagsins Fram og vill GG verk þannig styðja félagið í íþrótta- og uppeldishlutverki sínu. Stuðningur þessi er hluti af markmiði GG verk í því að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.
Merki GG-verk mun blasa við áhorfendum á brjósti allra FRAMara, en meistaraflokkar FRAM sem og yngri flokkar félagsins munu bera merki GG-verk.
GG verk var stofnað árið 2006 og eru eigendur þess þriðja kynslóð smiða í fjölskyldu sinni og búa því yfir áratuga reynslu í faginu. Fyrirtækjamenningin ber þess einkenni að vera byggt á fjölskyldugrunni en hugmyndafræði og gildi fyrirtækisins taka fyrst og fremst mið af góðum ytri og innri samskiptum þar sem samvinna, þátttaka og teymisvinna gegna veigamiklu hlutverki.
GG-verk mun á samningstímanum styðja við, bæði afreks- og unglingastarf Fram og metum við mikils þann stuðning GG-verks.
Við þökkum GG-verk fyrir þeirra framlag til félagsins og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Knattspyrnufélagið FRAM