ÓB mót Tindastóls fór fram á Sauðárkróki dagana 25. – 26. júní, þar sem stelpur úr 6. flokki mættu galvaskar til leiks á sitt fyrsta gistimót.
Veðrið hefur hingað til verið frekar hagstætt okkar fólki þetta árið hvað þessi yngri flokka mót varðar. Það gat ekki gengið endalaust og stelpurnar tóku það á sig að þrauka rigningu og leiðindaveður alla helgina. Þær létu það ekkert á sig fá og brostu bara í gegnum bleytuna. Foreldrarnir þoldu ástandið verr, enda ekki íþróttamenn.
Úrslitin voru upp og ofan, líkt og veðrið, en stelpurnar koma heim reynslunni ríkari og glaðar með upplifunina.
Knattspyrnudeild FRAM