fbpx
6. fl.kv. á Króknum II

6. fl. kvenna lék á Sauðárkróki um helgina

ÓB mót Tindastóls fór fram á Sauðárkróki dagana 25. – 26. júní, þar sem stelpur úr 6. flokki mættu galvaskar til leiks á sitt fyrsta gistimót.

Veðrið hefur hingað til verið frekar hagstætt okkar fólki þetta árið hvað þessi yngri flokka mót varðar. Það gat ekki gengið endalaust og stelpurnar tóku það á sig að þrauka rigningu og leiðindaveður alla helgina. Þær létu það ekkert á sig fá og brostu bara í gegnum bleytuna. Foreldrarnir þoldu ástandið verr, enda ekki íþróttamenn.

Úrslitin voru upp og ofan, líkt og veðrið, en stelpurnar koma heim reynslunni ríkari og glaðar með upplifunina.

Knattspyrnudeild FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!