Starfið hjá almenningsíþróttadeild Fram hefur sjaldan verið öflugra og hvetjum íbúa í Úlfársdal og Grafarholti að koma og vera með.
Þrek og þol eru fjölbreyttir tímar þar sem áhersla er lögð á alhliða þol- og styrktaræfingar. Unnið er með lóð, eigin líkamsþyngd, teygjur ofl og æfingar aðlagaðar að hverjum og einum. Vertu með í góðum félagsskap og ræktaðu líkamlega og andlega heilsu.
Fótbolta Fitness er nýjung á Íslandi þar sem blandað er saman fjölbreyttum styrktar-, þol og fótboltaæfingum. Námskeiðið hefst 9. janúar og er fyrir konur 25 ára og eldri sem vilja prófa eitthvað nýtt.
Skokkhópur Fram er með æfingar 5 x í viku en æfir undir leiðsögn reyndra þjálfara á mánudögum og fimmtudögum kl. 18:00. Frábær hreyfing í skemmtilegum félagsskap.
Fit í Fram er heiti á nýju verkefni fyrir eldri borgara. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 9:00 – 10:00 í íþróttahúsi Fram. Nýtt námskeið byrjar 9. janúar.
Íþróttaskóli Fram fyrir 2-5 ára byrjar laugardaginn 14. janúar. Lögð er áhersla á fjölbreyttar æfingar í formi leikja, stöðva og áhalda sem er í samræmi við færni þeirra og getu. Börnin efla þol, vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu um leið eflist sjálfstraust og félagsfærni í skemmtilegri samveru með foreldrum/forsjáraðilum og öðrum börnum.
Allir velkomnir að slást í hópinn og um að gera að láta fjölskyldu og vini vita. Nánari upplýsingar eru að finna inn á ALM.ÍÞRÓTTIR á http://www.fram.is