fbpx
Leikir KK - 2023-05-12T132349.828

Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram.

Alfa Brá er aðeins 18 ára gömul og er nú þegar einn efnilegasti leikmaður Olísdeildarinnar, bæði í vörn og sókn. Alfa hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Alfa Brá mun verða hluti af ungu og spennandi liði Fram á komandi vetri og mun án efa spila þar stórt hlutverk.
 
„Fram er stórveldi í handbolta, ég hef mikla trú á stefnu þjálfarans og þeirri hugmyndafræði sem verið er að byggja á. Liðið er góð blanda af ungum leikmönnum og þrautreyndum landsliðsmönnum sem æfa við aðstæður sem eru með þeim bestu á Íslandi. Ég hlakka til framhaldsins,“ segir Alfa Brá.
 
„Það skiptir öllu máli fyrir okkur að ná í þá bestu og efnilegustu leikmenn sem völ er á hverju sinni. Það gerum við með því að ná í Ölfu Brá. Hún hefur verið mjög góð á undanförnum árum og við sjáum fyrir okkur að hún muni vaxa enn frekar og dafna innan okkar raða.“ segir Einar Jónsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fram.
 
Velkomin í fram Alfa!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!