Knattspyrnudeild Fram og veitingastaðurinn Sport & Grill í Smáralind hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára.
Sport & Grill er veitingastaður sem leggur áherslu á ljúffengan mat, svalandi drykki og einstakan aðgang að sjónvarpsútsendingum frá öllum helstu íþróttaviðburðum.
Hin víðfrægu hádegistilboð Sport & Grill eru á sínum stað alla daga milli kl. 11:30-14:00. Sérstaklega er óhætt að mæla með kótilettunum hans Ella á miðvikudögum.
Við hvetjum alla Framara til að kynna sér matseðilinn og dagskrána á Sport & Grill og gera sér ferð þangað með fjölskyldunni, vinahópnum eða vinnufélögunum. Það verður enginn svikinn af því.