fbpx
Íslandsmót - B lið (nóv24)

Sterk byrjun FRAM á Íslandsmótinu í blaki!

Fyrsta keppnishelgi Íslandsmótsins í blaki fór fram helgina 8-10. nóvember, þar sem fjögur lið frá FRAM tóku þátt – þrjú kvennalið og eitt herralið. Liðin stóðu sig vel á mótinu; herraliðið, sem keppti á Dalvík situr nú í 6 sæti með þrjá sigra af fimm leikjum. Á Laugarvatni spiluðu liðin í 5. og 7. deild kvenna, þar sem bæði lið eru nú í þriðja sæti eftir leiki helgarinnar.  Fram A vann alla sína leiki, og Fram C alla nema einn. Fram B í 6. deildinni lék á Hvammstanga og vann alla sína leiki og eru í efsta sæti eftir helgina!
 
Það er hugur í okkar fólki, og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá blakhópinn stækka og greinilegt að deildin er í miklum vexti.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!