Knattspyrnudeild Fram kynnir með mikilli ánægju að gengið hefur verið frá samningi við Óliver Elís Hlynsson til þriggja ára.
Óliver Elís er tvítugur Breiðhyltingur sem gengur til liðs við Fram frá uppeldisfélagi sínu ÍR.
Óliver sem er örvfættur, hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað stórt hlutverk í liði ÍR undanfarin ár. Hann hefur mest megnis spilað í stöðu vinstri bakvarðar en hefur einnig leikið sem miðvörður. Alls hefur Óliver Elís leikið 97 leiki og skorað í þeim 12 mörk.
Við bindum miklar vonir við Óliver Elís og bjóðum hann hjartanlega velkominn í dal draumanna.