Hólmsheiðarhlaup Fram og Ultraform varð í 2. sæti yfir utanvegahlaup ársins að mati hlaupara á vefnum hlaup.is. Á meðfylgjandi mynd má sjá fulltrúa frá almenningsíþróttadeild Fram og Ultraform sem standa saman að hlaupinu. Búið er að opna fyrir skráningu í Hólmsheiðarhlaupið 2025 sem verður haldið fimmtudaginn 26.júní. Þetta er í fjórða sinn sem hlaupið verður haldið og hefur selst upp síðustu þrjú árin. Hægt er að skrá sig í hlaupið hér (https://netskraning.is/holmsheidarhlaup/)

Frá vinstri Ásdís Guðnadóttir, Jóna Hildur Bjarnadóttir og Ingi Rúnar Jónsson frá Fram og Simona Vareikaité og Sigurjón Ernir Sturluson frá Ultraform.