Föstudaginn 21. mars verður sannkölluð veisla í dal draumanna!
Kótilettur og ískaldur á krana. Stefán Pálsson stýrir pub quiz af sinni alkunnu snilld, Stebbi Hilmars mætir og tekur nokkur lög ásamt því að bjóða upp árituð textaverk, happdrætti verður haldið þar sem fullt af veglegum vinningum verða í boði og ýmislegt fleira skemmtilegt. Okkar allra besti Kristján Freyr mun stýra veislunni eins og honum er einum lagið.
Leikmenn meistaraflokka félagsins munu sjá um að afgreiða á barnum, þjóna til borðs og blanda geði við gesti.
Tilvalið tækifæri til að halda alvöru partý áður en Besta deildin hefst; fara á trúnó með leikmönnum, hlæja sig máttlausan yfir góðu glensi, syngja sig hásan með Sódómu, hlaða í sig strangheiðarlegum kótilettum og skola því niður með ísköldum drykk af krana.
Miðaverð er aðeins 7.900 kr. og miðasala hefst 1.mars.