fbpx
2T6A2665-Enhanced-NR

Íþaka og Eykt ganga til liðs við Fram – öflugt samstarf til þriggja ára

Knattspyrnufélagið Fram hefur gert samstarfssamkomulag við fasteignafélagið Íþöku og byggingarfélagið Eykt um að félögin tvö muni ganga til liðs við hóp aðalstyrktaraðila Fram – hóp sem samanstendur af traustum og öflugum fyrirtækjum sem styðja við bakið á félaginu.

Með samstarfinu leggja Íþaka og Eykt sitt af mörkum til að styðja við íþróttastarf í hverfinu og efla áframhaldandi þróun í afreksstarfi og barna- og unglingastarfi félagsins. 

Íþaka fasteignafélag er virkt í þróun og rekstri atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu og víðar. 

Eykt byggingarfélag hefur um árabil verið leiðandi á sviði mannvirkjagerðar á Íslandi, með fjölbreytt verkefni á sviði íbúðabygginga, atvinnuhúsnæðis og innviða. Á komandi árum mun Eykt flytja höfuðstöðvar sínar í Úlfarsárdalinn.

„Við erum virkilega stolt af því að fá Íþöku og Eykt með okkur í lið. Þetta eru tvö fyrirtæki sem sýna það í verki að þau vilja hafa jákvæð áhrif á íþróttastarfið hjá félaginu. Ég reikna með góðu samstarfi okkar á milli næstu árin”

segir Ella Sigga, formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!