Framarar urðu á miðvikudaginn Íslandsmeistarar í 3. flokki C-liða eftir frækilegan sigur á Blikum í úrslitaleik á Kópavogsvelli.
Strákarnir stóðu sig frábærlega á tímabilinu og urðu efstir í sínum riðli í Íslandsmótinu með 37 stig af 42 mögulegum. Þeir unnu 12 leiki, gerðu 1 jafntefli og töpuðu 1 leik.
Í undanúrslitum unnu strákarnir öruggan 3-0 sigur gegn Keflvíkingum á heimavelli, Lambhagavellinum.
Eins og áður segir vannst svo frábær 4-0 sigur í úrslitaleiknum gegn Blikum.
Þjálfarar 3. flokks eru þeir Pálmi Þór Jónasson, Steindór Sólon Arnarsson og Sævar Halldórsson.
Til hamingju með frábæran árangur í sumar.

 
								