Það er síðasti heimaleikurinn í Evrópukeppninni sem er næsti leikur!
Strákarnir eru nýkomnir heim eftir frækinn sigur í Vestmannaeyjum, við viljum klárlega sýna strákunum í Evrópu að við eigum meira erindi í þetta en við sýndum í síðasta leik.
Það hefur verið frábær mæting á Evrópuleikina hingað til sem hjálpar mikið til við að standa straum af kostnaðinum í kringum þetta allt.
Okkur langar mikið að biðja ykkur um að koma og kíkja á okkur í þessum síðasta heimaleik og við lofum að selja okkur dýrt og leggja allt í leikinn til að gera þetta að alvöru skemmtun!
Hlökkum til að sjá ykkur! 