Reynir Þór Stefánsson – handknattleiksmaður í Fram var í dag valinn íþróttamaður Fram 2025.
Reynir Þór Stefánsson er einn af efnilegri handknattleiksleikmönnum landsins. Hann er aðeins tvítugur en lauk sl. vor sínu fjórða tímabili með meistaraflokki karla. Í lok tímabilsins stóð liðið uppi sem Íslands- og bikarmeistari.
Reynir spilaði stórt hlutverk í velgengni karlaliðsins, sem varð sem fyrr segir Íslands- og bikarmeistari á árinu.
Þá var hann valinn besti leikmaður Olís-deildarinnar á lokahófi HSÍ sl. sumar auk þess sem hann var valinn sóknarmaður tímabilsins. Þriðju verðlaunin sem komu í hlut Reynis Þór var Valdimars-bikarinn sem árlega er veittur mikilvægasta leikmanni Olís-deildar karla.
Reynir Þór var einnig valin mikilvægasti leikmaður Bikarúrslitahelgarinnar sem og Mikilvægasti leikmaður bikarúrslitaeinvígissins. Þannig vann hann í raun öll einstaklingsverðalaun sem hægt var að vinna á síðasta tímabili.
Loks spilaði Reynir Þór sína fyrstu leiki fyrir A-landslið Íslands á árinu, en hann á að baki feril með öllum yngri landsliðum.
Í sumar gekk Reynir Þór svo til liðs við MT Melsungen sem leikur í efstu deild í Þýskalandi og verður spennandi að fylgjast með Reynir í deild þeirra bestu á komandi árum.
Knattspyrnufélagið Fram óskar Reyni innilega til hamingju.
Eins óskum við þeim sem voru tilnefndir til hamingju, sannarlega glæsilegur hópur sem við Framarar eigum.
Reynir gat því miður ekki verið viðstaddur í dag, en munum birta mynd af Reyni með verðlaunin sín svo fljótt sem auðið er.

Knattspyrnufélagið Fram