fbpx

Ferðasaga TKD-deildarinnar til Danmerkur

Þessi ferð hófst, eins og svo margar utanlandsferðir, í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hópurinn hittist þar snemma morguns. Alls voru 13 Taekwondo-iðkendur frá Fram á leið til Danmerkur. Framundan var ógleymanleg ferð þar sem Taekwondo var tekið á æðra stig. Við vissum fyrir hvað taekwondo er skemmtilegt og gefandi en okkur óraði ekki fyrir fjölbreytileikanum og dýptinni sem við kynntumst úti í Danmörku.

Við vorum á leið í æfingabúðir sem haldnar voru í bardagalistaskóla sem er í klukkutíma akstursfjarlægð frá Kaupmannahöfn. Stjarna æfingabúðanna var Grandmaster Cho Woon Sup en hann ber 9. dan svartbelti. En þess má geta að aðeins fæst 10. dan eftir dauða. Hann ber því hæsta mögulega belti lifandi einstaklings í Taekwondo.

Þegar við mættum á svæðið seinni part sunnudags lentum við strax í opnunarathöfninni þar sem meistarar æfingabúðanna voru kynntir. Þarna voru þjálfarar og iðkendum frá ýmsum löndum þ.á.m Portúgal, Frakklandi, Noregi, Danmörku, Sviss og Íslandi. Strax eftir athöfnina hófust æfingarnar.

Tvisvar á dag vorum við með fólki með svipað beltagráðu á æfingum. Einnig voru tvær æfingar á dag þar sem maður gat valið um ýmislegt að gera. Auk þess voru morgunæfingar klukkan 6. Fimm æfingar á dag var hámark. Á þessum svokölluðu valæfingum var m.a. hægt að velja Kireugi, sem er bardagi, Poomse, sem er form, kóreyskan dans, og sérstakar sjálfsvarnar- og þrýstipunktaæfingar. Einnig voru sérstakar æfingar með Grandmaster Cho sem hétu Sim Ki Shin. Að fara á slíka æfingu var einstök upplifun. Þetta voru úti æfingar á grasi þar sem maður stóð í sömu sporunum allan tímann. Fyrstu tuttugu mínúturnar gerði maður ekkert annað en að lát hnén dúa létt. Síðan voru framkvæmdar ýmsar öndunar og heilunar æfingar.

Einnig var í boði að fara á matarnámskeið. Þar lærðum við að gera Koreanskt Kimchi sem er ein af mörgum matargerðarlistum í Kóreu. Okkar verkefni var að búa til gómsæta kinakáls kássu. Við byrjuðum að salta kínakálið yfir nótt, hentum fullt af salti yfir og undir, hentum því í poka og biðum eina nótt. Daginn eftir bjuggum við til chillimauk sem var síðan sett inn í kínakálið. Í maukið var sett helling af chilli, chillipúður, hvítlauk, vorlaukur og kóreanskt fiskisoðs vín. Þetta var allt maukað saman og hent inn í kínakálið sem var þá búið að skola, síðan var það blanserað (soðið snöggt) og skorið niður. Um kvöldið var svo haldin kóreysk grillveisla með þunnt skornu nauta- og svínakjöt. Ásamt kínakáls kássunni sem við höfðum búið til.

En hápunktur æfingabúðanna var að okkar mati jump-kick æfing sem við félagarnir fórum á. Þetta var úti æfing sem fór fram á stórum fótboltavelli. Um 50 manns voru á æfingunni. Þjálfarinn var Master Nuno Damaso frá Sviss sem er sérfræðingur í flugspörkum. Við gerðum fjöldann allan af flugspörkum var gerður. Um miðja æfinguna voru þrír teknir fram til að sýna hvernig ætti að gera þetta. Þar á meðal vorum við félagarnir tveir frá Íslandi.

Eftir standa frábærar minningar og miklar framfarir. Þetta var frábær ferð og munum við nú æfa stíft fram til næsta sumar svo að við verðum í okkar besta formi þegar við förum út til Noregs sumarið 2011. En æfingabúðirnar verða haldnar í Noregi á næsta ári.

Skorri Júlíusson.
Vilhjálmur Sveinn Guðmundsson.

Æfingar hjá Taekwondo deild Fram hefjast í Ingunnarskóla fimmtudaginn 2.september næstkomandi. Æfingar verða á mánudögum kl 19-20, fimmtudögum 18:30-20:00 og laugardögum 13-14.

Taekwondo er íþrótt sem hentar öllum aldri og hvetjum unga sem aldna að mæta á æfingu og prufa.
Hlökkum til að sjá ykkur.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!