fbpx
Hjálmdís 3x Reykjavíkurmeistari 2013 Vefur

Hjálmdís Rún stendur sig vel í skíðabrekkum landsins

Hjálmdís feb. 2014.Skíða-stúlkan okkar hún Hjálmdís Rún hefur verið á flugi um brekkur landsins nú eftir áramótin.
Í lok janúar kepptil hún á Faxaflóamótinu í stórsvigi og gekk ekki nógu vel en hún varð fyrir því að detta í fyrri ferð og var þar með úr leik.
Hjálmdís keppti svo í byrjun  febrúar á Reykjavíkurmóti KR í stórsvigi og endaði þar í 5. sæti.
Núna seinni partinn í febrúar keppti hún svo á Faxaflóamótinu í svigi og þar endaði Hjálmdís í 1. sæti, glæsilegt Hjálmdís.
Helgina 28. feb – 2. mars var svo haldið á stórt mót á Dalvík,  en þar mættu um 170 börn víðsvegar af landinu, 9-13 ára.  Þar var bæði keppt í sundi og á skíðum. Hjálmdís lenti hún í 4.sæti í sundi, 4.sæti í svígi, 7.sæti í stórsvígi og 5.sæti í samanlögðu svígi, stórsvígi og sundi. Hjálmdís hefur því verið að standa sig vel að undanförnu og sannarlega fjölhæf íþróttakona þar á ferð.

Það er hægt að nálgast nánari úrslit á heimasíðum félaganna.

Kveðja
Skíðadeilda FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!