fbpx
Sigríður Stefánsdóttir vefur

Leikmannakynning – Sigríður Katrín Stefánsdóttir

Sigríður StefánsdóttirNafn: Sigríður Katrín Stefánsdóttir
Aldur:
21 árs

Hjúskaparstaða:
Einhleyp. Því miður strákar, ég bý í Barcelona.
Gælunafn:
Sigga. Svo festist reyndar Siggi við mig eftir að þjálfarinn skrifaði það uppá töflu. Sumir eru líka búnir að venja sig á að kalla mig Skata, það er skelfilegt.
Staða á vellinum:
Vörn.
Fyrri lið:
Uppalin í Fjölni.

Besti samherjinn? Áslaug Eik. Mér finnst svo skemmtilegt tvær-og-tvær saman samkomulagið okkur á æfingum. Ég vona að það haldi áfram þegar ég kem heim. Annars finnst mér þægilegt að spila með Birnu Sif með mér í vörninni.
Hver tekur mest í bekkpressu?
Seinast þegar ég vissi voru allar frekar slappar í þungalyftingum. Held samt að Bætiefna-Begga sé mesti atvinnumaðurinn í lyftingasalnum.
Mesti sprellarinn í liðinu?
100% Hulda Mýrdal þar sem hún nær alltaf að koma sínum sóðabröndurum að við öll tilefni. Reyndar er Áslaug Inga svipað case. Svo er Eva Rut líka gangandi brandari.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram?
Mjöll.
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram?
Mig langar ekki að gera upp á milli, allar eintómar fegurðardrottningar.
Fyndnasta mómentið með hópnum?
Þegar Borat skýlan leit fyrst dagsins ljós. Það er fyndnasta mómentið í lífinu almennt held ég. Einnig þegar Hulda var böstuð með athyglisverða sýnikennslu í heitapottinum í bústaðarferðinni okkar, jú af eftirlitsmanninum á svæðinu.
Besti leikmaðurinn “utan vallar”?
Kristjana Arnars, fact.
Lélegust í reitarbolta?
Áslaug Inga. Eða Hulda daginn eftir leik. Ætla líka að nefna Birnu hér því það skemmtilegasta sem hún gerir er að klobba mig.
Leyndur hæfileiki?
Bókstaflega enginn.
Sturluð staðreynd um þig?
Ég er 21 árs og ég hef ennþá gaman að Andrés Önd blöðunum. 
Drottning klefans?
Ég veit ekki alveg hver tók við af mér eftir að ég flutti út. Held það sé Kristjana. Ég ætla samt að vera drottningin aftur þegar ég kem heim. Það er bara þannig.

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!