Helgi Guðjónsson leikmaður 3.flokks karla í knattspyrnu er á leið til AGF í Danmörku. Þar mun drengurinn æfa með AGF ásamt því að taka þátt í móti með AGF í Noregi. Helgi heldur til AGF um miðjan mars og verður spennandi að sjá hvernig Helga líka lífið í Danmörku.