fbpx
Thelma Björk Theodórsdóttir vefur

Leikmannakynning – Thelma Björk Theodórsdóttir

Thelma Björk TheodórsdóttirNafn: Thelma Björk Theodórsdóttir
Aldur: 22 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp
Gælunafn: Hef verið kölluð Temmi, Tjútt og Thelma teaser en mér annars finnst mér Thelma bara rosa fínt.
Staða á vellinum: Allskonar stöður sem ég spila!
Fyrri lið: Breiðablik
Besti samherjinn? Nú er ég búin að vera svo stutt í Fram og bara búin að spila einn leik svo ég set pass á þessa í bili.
Hver tekur mest í bekkpressu? Ég held að Birnan sé rosaleg í bekkpressunni.
Mesti sprellarinn í liðinu? Áslaug Inga og Hulda verðskulda báðar þennan titil, annars eru flest allar í þessu liði frekar klikkaðar.
Fallegasti karlmaðurinn í Fram? Held ég verði bara að segja Haukur Baldvinsson!!
Fallegasti kvenmaðurinn í Fram? Allar gellurnar í liðinu eru hrikalega fallegar.
Fyndnasta mómentið með hópnum? Mómentið á eftir að detta inn fljótlega!
Besti leikmaðurinn „utan vallar“? Áslaug Inga er bara sú grófasta innan og utan vallar.
Lélegust í reitarbolta? Íris, ekki skemmtilegt að lenda með henni inni í reit!
Leyndur hæfileiki? Stelpan getur Snoop-að. Það veit líklega enginn hvað ég er að tala um hérna en hver veit nema þið komist að því einn daginn þegar ég er í gírnum, geri þetta ekki oft enda leyndur hæfileiki.
Sturluð staðreynd um þig? Lærði að keyra bíl þegar ég var 6 ára!
Drottning klefans? Áslaug Inga

Knattspyrnudeild FRAM 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email