fbpx
ragnheidurcropped

Leikmannakynning – Ragnheiður Júlíusdóttir

ragnheidurStarf/nám: Er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum við Sund.

Fullt nafn: Ragnheiður Júlíusdóttir

Gælunafn: Innan Fram er það lambakjötið eða „kjúllinn“

Aldur: Verð 17 ára í júní næstkomandi

Hjúskaparstaða? Pikkföst

Börn? Ég er nokkuð viss um að ég eigi engin börn

Af hverju FRAM? Hef búið í framhverfinu alla mína tíð og þess vegna hentaði best að byrja í Fram, svo er Fram einnig með flotta þjálfun, aðstöðu og framtíðin er björt!

Landsleikir: Þrír leikir með u-18 og þrír með u-20.

Titlar: Tvisvar sinnum orðið Íslands-, deildar- og Reykjarvíkurmeistari og þrisvar bikarmeistari. Svo má ekki gleyma hinum geggjaða Subwaymeistaratitli sem við Framkisur nældum okkur í í september!

Hvernig síma áttu? Iphone 4s

Uppáhaldssjónvarpsefni? Á toppnum eru Friends og Pretty Little Liars

Uppáhalds vefsíður: Facebook, youtube og íþróttasíðurnar

Besta bíómyndin? Pass

Hvernig tónlist hlustar þú á? Þessa týpísku Fm957 og KissFM tónlist , sorrý!

Uppáhaldsdrykkur: Íslenska vatnið

Hvað finnst þér best að borða á leikdegi? Fæ mér oftast brauð eða eitthvað pasta, og hleð svo í mig mikið af ávöxtum og vatni

Hvaða lag kemur þér í gírinn fyrir leik? Beyoncé kemur mér alltaf í gírinn, sama hvaða lag það er

Ertu hjátrúarfull/ur fyrir leiki? Nei

Hver vinnur HM 2014 í fótbolta: Þýskaland?? Spánn?? Hef ekki kynnt mér almennilega hvaða þjóðir eru sigurstranglegar í fótboltanum

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Ætli það sé ekki að brosa framan í hann og vinna

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? ÍBV

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Mér hefur alltaf fundist Gro Hammerseng ótrúlega flottur leikmaður

Erfiðasti andstæðingur? Ég á ekki séns í hana Heklu Rún Ámundadóttir í einn á móti einum!

Ekki erfiðasti andstæðingur? Held það sé markmaðurinn hún Hildur Gunnarsdóttir í körfubolta

Besti samherjinn? Þegar það gengur illa þá finnst mér nauðsynlegt að fá nokkur öskur frá henni Marthe Sördal

Sætasti sigurinn? Þessir leikir sem skorað er þegar 2 sek eru eftir, gróttusigurinn í deildinni fyrir jól og bikarmeistaratitillinn 2014!

Uppáhaldslið í enska boltanum? Liverpool

Besti íþróttafréttamaðurinn? Gummi Ben og Adolf Ingi

Eitthvað að lokum? ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!