fbpx
Óðinn vefur

Hrikalegt tap á heimvelli í Olísdeild karla

Freysi gegn ibvStrákarnir okkar í handboltanum mættu Haukum á heimavelli í kvöld. Það var hrikalega illa mætt í húsið sem eru mikil vonbrigði.  Dapurt að sjá ekki meiri stuðning frá okkar fólki en þeir sem mættu, takk fyrir.
Leikurinn í kvöld var kannski ekki framhald af síðustu leikjum, sumt skárra en fór í sama horf upp úr miðjum hálfleiknum.  Það má segja að leiðir hafi skilið á 18 mín. í stöðunni 6-9. Þá misstum við algjörlega sjónar á leiknum og leikur okkar hrundi. Staðan í hálfleik segir allt sem segja þarf, 11-21.  Fátt hægt að segja um þessa frammistöðu nema að við ekki mjög góðir.
Það var ljóst að síðari hálfleikur yrði erfiður en samt spennandi að sjá hvernig okkar leikmenn myndu bregðast við og mæta til leiks.
Síðari hálfleikur var ekki til mikils sóma fyrir okkar leikmenn því miður, það var engin breyting á okkar leik.  Við náðum að halda í horfinu fram í miðjan hálfleik en síðan juku Haukar forskotið og leikur okkar í tómu tjóni. Það var því miður enginn sem stóð upp úr í kvöld og ekki meira að segja um þennan leik án þess að vera verulega leiðinlegur.  Ljóst að liðið og þjálfarar þurfa að fara aðeins yfir málin þetta er ekki boðlegt, þó við værum að spila við mjög gott lið. Það er stutt í næsta leik sem verður gegn Val að Hlíðarenda, hvet FRAMara til að láta sjá sig og styðja okkar menn.

ÁFRAM FRAM

Myndir úr leiknum á http://frammyndir.123.is/pictures/  endilega kíkið á það.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!