Kristrún Steinþórsdóttir framlengir samning sinn við Fram!
Stórskyttan Kristrún Steinþórsdóttir skrifaði undir nýjan 2 ára samning á dögunum. Kristrún kom til okkar frá Selfossi vorið 2019 og hefur staðið sig frábærlega.
Hún skoraði 38 mörk í 18 leikjum á síðasta tímabili og var gríðarlega mikilvæg í hinni ógnarsterku vörn Fram.
Hún var lykilmaður þegar liðið tryggði sér bæði bikar- og deildarmeistaratitilinn. Hún er ósérhlífinn leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram og því passar hún einstaklega vel í okkar hóp.
Frábærar fréttir svona rétt fyrir hátíðarnar en fleiri fréttir koma á næstu dögum.