fbpx
Steinunn Íþróttakona Reykjavíkur 2020 vefur

Steinunn Björnsdóttir íþróttakona Reykjavíkur 2020

Steinunn Björnsdóttir var í dag valinn íþróttakona Reykjavíkur  í árlegu kjöri Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum íþróttaáhugamanni afhverju Steinunn hlýtur þessa viðkenningu. Hún er ekki bara ein af okkar bestu handboltakonum, hún er leiðtogi innan vallar sem utan, mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og fyrirliði Fram sem tryggði sér alla titla sem í boði voru á síðasta tímabili.

Í umsögn ÍBR um segir “Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði bikarmeistara og deildarameistara Fram í handknattleik 2020. Steinunn hefur verið besti leikmaður Íslandsmótsins í handbolta, eftir síðasta tímabil var hún valin besti varnar og línumaðurinn sem og valin mikilvægasti leikmaðurinn. Steinunn er fyrirmyndarleikmaður og mikill leiðtogi inn á vellinum, Steinunn leggur áherslu á að miðla reynslu sinni til yngri iðkenda og heldur fyrirlestra í félögum á höfuðborgarsvæðinu.”

Steinunn er fjórði Framarinn sem hlýtur þessa viðkenningu en áður hafa þau Marteinn Geirsson 1981, Pétur Ormslev 1987 og Guðríður Guðjónsdóttir hlotið nafnbótina.

Við Framarar eru gríðarlega stoltir af Steinunni Björnsdóttur og óskum henni innilega til hamingju með titilinn Íþróttakona Reykjavíkur 2020.

ÁFRAM FRAM.

Hér er myndasyrpa af ferli Steinunnar sem Jóhann G. Kristinsson hefur tekið saman fyrir okkur og er að finna á myndasíðu Jóa.  http://frammyndir.123.is/photoalbums/294219/

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!