Meistaraflokkur kvenna hjá FRAM vill sýna að lífið er ekki bara fótbolti og að á þessum erfiðu tímum sem við höfum gengið í gegnum þetta árið skiptir máli að standa saman, hjálpast að og reyna að gera heiminn örlítið betri.
Með þá hugsjón tóku leikmenn sig saman og söfnuðu pening fyrir leikföngum sem fulltrúar liðsins, ásamt þjálfara, afhentu Barnaspítala Hringsins í dag, fimmtudaginn 17. desember.
Barnaspítalinn tók fagnandi á móti gjöfinni og liðið fékk í staðinn viðurkenningarskjal sem er að mörgu leyti betri en nokkur bikar.
Við vonum innilega að gjöfin nýtist vel og hvetjum önnur lið og allt fólk til að gefa af sér til góðra málefna.
Áfram Barnaspítali Hringsins og Áfram FRAM!