Steinunn Bjornsdottir er tilnefnd í kjöri ÍBR á íþróttakonu ársins.
Við Framarar erum gríðarlega stolt af henni og montin af því að leikmaður okkar sé meðal fremstu íþróttakvenna Reykjavíkur. Það þarf ekki að útskýra fyrir neinum íþróttaáhugamanni afhverju Steinunn hlýtur þessa tilnefningu. En hún er ekki bara ein af okkar bestu handboltakonum heldur er hún mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn og fyrirliði liðsins sem tryggði sér alla titla sem voru í boði á síðasta tímabili.
Um leið og við hvetjum fólk til að fylgjast með í dag er ljóst að tilnefningin ein og sér er mikil viðurkenning fyrir Steinunni sjálfa sem og okkar frábæra kvennalið sem er krúnudjásn okkar Framara.
Til hamingju Steinunn.
Áfram FRAM!