Bláir og hvítir í matvöru ganga til liðs við bláa og hvíta í íþróttum.
Við erum afar ánægð með að fá eins flotta og heilsusamlega verslun sem Nettó er inn í FRAM fjölskylduna.
Nettó rekur 16 verslanir um land allt og m.a. í Lágmúla. Búðin braut blað í sögu verslunar á Íslandi þegar hún var fyrsta lágvöruverslunin á netinu. Inn á https://www.aha.is/netto geta Framarar verslað inn áhyggjulaust!
Við höfum miklar væntingar til samstarfsins í FRAMtíðinni.
Á myndinni má sjá, markaðsstjóra Samkaupa sem rekur
Nettó, Ingibjörgu Ástu Halldórsdóttur og formann handknattleiksdeildar, Bjarna Kristinn Eysteinsson