Frestun á drætti
Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum í jóla og nýárshappdrætti Fram, þá er nauðsynlegt að það liggi fyrir upplýsingar um það hvaða miðar eru seldir og hverjir ekki.
Eins og staðan er í dag þá vantar enn upplýsingar um nokkuð marga miða.
Af þeim sökum hefur verið tekin ákvörðun, með samþykki sýslumanns, um að fresta drætti í jól- og nýárshappdrætti Fram sem fram átti að fara í dag, 6. janúar til þriðjudagsins 12. janúar n.k.
Allir sem liggja með happdrættismiða, hvort sem þeir eru seldir eða óseldir, eru því hvattir til þess að senda upplýsingar um það á toti@fram.is eða gudmundur@loghus.is