fbpx
4. fl. ka. Deildarmeistarar 2020 E

Nítján frá Fram í æfingahóp Íslands U17 og U19

Þjálfarar yngri landsliða HSÍ hafa valið stóra æfingahópa vegna verkefna næsta sumars, um er að ræða
U-19 og U-17 ára landslið karla og U-19 og U-17 ára landslið kvenna.

Á næstu dögum munu þjálfarar liðanna funda með leikmönnum og fara yfir verkefni sumarsins ásamt undirbúningi. Allir fundirnar fara fram á Microsoft Teams og verða þeir auglýstir á Facebook síðum landsliðanna. Ekki er um að ræða æfingar að þessu sinni, stórir hópar leikmanna eru valdir fyrir fundina til að sem flestir fái kynningu því sem framundan er. Þó leikmenn séu ekki á þessum lista koma þeir þó ennþá til greina í verkefni sumarsins.

Við Framarar erum auðvitað stoltir af því að eiga átján fulltrúa í þessu vali HSÍ, Það hefur verið lítið leikið á þessu keppnisári en vonandi fer ástandið að lagast og við getum farið að spila handbolta að nýju.  Þá gefst þeim sem ekki voru valdir að þessu sinni tækifæri til að sýna sig en eins og segir í frétt HSÍ, það koma allir til greina.

Þeir sem voru valdir frá Fram að þessu sinni eru:

U-17 karla
Breki Hrafn Árnason                       Fram
Kjartan Júlíusson                              Fram     
Kristján Örn Stefánsson                 Fram
Tindur Ingólfsson                             Fram
Veigar Már Harðarson                    Fram
Arnar Daði Jóhannesson             Fram
Arnþór Sævarsson                           Fram
Daníel Stefán Reynisson                Fram
Eiður Rafn Valsson                           Fram
Elí Traustason                                    Fram
Óliver Bent Hjaltalín                        Fram
Reynir Þór Stefánsson                    Fram

U-17 kvenna

Sara Xiao Reykdal                             Fram

U-19 karla

Andri Már Rúnarsson                     Fram
Arnór Máni Daðason                       Fram
Bergur Bjartmarsson                       Fram
Stefán Orri Arnalds                          Fram

U-19 kvenna

Daðey Ásta Hálfdánsdóttir           Fram
Margrét Castillo                                Fram

Vel gert Framarar

ÁFRAM FRAM

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!