FRAM og Sumargarðar gera með sér samning.
Það eru alltaf góðar fréttir þegar handknattleiksdeildin fær til sín nýja styrktaraðila. Í þetta skiptið hefur Stebbi í Sumargörðum ákveðið að hoppa um borð í FRAM lestina.
Sumargarðar hefur áratuga reynslu í hverskonar lóða-, lagna og jarðvinnu. Þeir hafa unnið mikið fyrir Reykjavíkurborg, Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda einkaaðila. Einnig leggja þeir ríka áherslu á vönduð vinnubrögð og skil á vöru sem stenst væntingar. Í lóðavinnu er ekki nóg að verkið líti vel út heldur þarf undirvinnan að vera góð svo það standist tímans tönn. Sumargarðar vanda því undirvinnuna og framkvæma samkvæmt stöðlum.
Hjá SUMARGÖRÐUM starfa að jafnaði um 8 manns ( átta stöðugilidi ) en í stæri verkefnum fá þeir til liðs við sig undirverktaka með viðtæka sérfræðiþekkingu í hvert verk fyrir sig.
Við Framarar mælum eindregið að versla sé við styrktaraðila okkar. Ef þú ert á leið í framkvæmdir, heyrðu þá í Sumargörðum!
Mailið er: stefan@sumargardar.is
Á myndinni má sjá Daða Hafþórsson, stjórnarmann og Stefán Óskarsson, eiganda Sumargarða