fbpx
lilja bikarmót feb. 2021.

FRAMarar stóðu sig vel á bikarmóti um helgina

Fyrsta Bikarmót ársins í Taekwondo var haldið í herbúðum Ármanns um helgina. Mótið var jafnframt fyrsta Taekwondo mótið sem haldið hefur verið hérlendis í heilt ár og spennan því mikil.
Fram átti fimmtán keppendur á mótinu sem allir kepptu í tækni auk þess sem fjórir tóku einnig þátt í bardaga hlutanum þrátt fyrir takmarkaðar æfingar í vetur.

Í C flokki átti deildin fjóra keppendur í flokki barna og unnu bæði Wiktor og Lilja gull í sínum flokkum, Mabinty hlaut bronsveðlaun og var Nojus aðeins hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall.
Í unglingaflokki hafnaði Eva okkar í þriðja sæti og Katri í því fjórða. Arnar Freyr keppti í grjóthörðum drengja flokki þar sem hann gerði sér lítið fyrir og nældi í þriðja sætið og bronsverðlaun.
Í fullorðins flokki hafnaði Jenný í öðru sæti og Flosi og Friðrik tóku gull og silfur í flokki karla. Þeir áttust einnig við í bardaga þar sem Friðrik hafði að lokum betur. Að auki vann Friðrik svo gull í flokki para með Jenný og stóð hann uppi sem stigahæsti Framarinn með 21 stig fyrir liðið.

Í B flokki var Patrik fyrstur á gólfið og var hann að keppa á sínu allra fyrsta móti. Þess má geta að B flokkur er sá flokkur þar sem einna mest brottfall er úr keppni vegna þess hve krefjandi hann er. Patrik fékk rautt belti fyrir um mánuði síðan og er því nýr í flokknum en ákvað samt að láta vaða út á keppnisgólfið og stóð hann sig með prýði og endaði aðeins 0,067 stigum frá verðlaunasæti. Munurinn verður varla minni.
Anna hafnaði í sjötta sæti í grjóthörðum unglinga flokki og Bjarki kláraði B flokkinn með öruggu silfri í flokki fullorðinna. Anna og Bjarki kepptu einnig í bardaga og hlutu bæði annað sætið og silfurverðlaun í sínum flokkum. Þess má geta að andstæðingur Bjarka í úrslitum er reyndur svartbeltingur í  landsliði Íslands og sýndi okkar maður gríðarlega baráttu frá upphafi til enda og stóð sig frábærlega.

Í A flokki hafnaði Rúdolf í þriðja sæti í sínum flokki og Hulda tók annað sætið í kvennaflokknum. Saman lönduðu þau svo gullverðlaunum í keppni para.

Eftir fyrsta bikarmót ársins er Fram í 5. sæti með 72 stig sem er frábær árangur og óskar deildin keppendum og aðstandendum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar fyrir góða helgi.

Taekwondodeild Fram

Myndir: Tryggvi Rúnarsson 

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!