fbpx
Alex og Christofer I

Alex til liðs við þjálfarateymi meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna heldur áfram að styrkja sig fyrir tímabilið. Nú er það viðbót við þjálfarateymið en Alexander Fernandez Massot hefur tekið við starfi aðstoðarþjálfara og mun stýra liðinu í sumar ásamt Christopher Harrington, sem er á sínu öðru tímabili sem aðalþjálfari liðsins.

Alexander hefur mikla reynslu af þjálfun hérlendis. Hann gegndi stöðu yfirþjálfara yngri flokka stúlkna hjá KR frá 2016-2018, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Hann stýrði svo meistaraflokki kvenna hjá Sindra árið 2019 áður en hann tók við starfi yfirþjálfara yngri flokka hjá Fram, sem hann gegndi frá 2020-2021. Auk þess hefur hann komið að þjálfun í Barcelona skólanum á Íslandi síðustu ár. Alex er með UEFA A þjálfararéttindi og hefur lokið UEFA CFM námi.

Christopher tók við nýstofnuðum meistaraflokki kvenna hjá Fram í ársbyrjun 2020 og náði fínum árangri með liðið í fyrra. Samhliða því var hann einnig yfir yngri flokka starfi stúlkna hjá félaginu. Hann hefur komið víða við á sínum þjálfaraferli og m.a. þjálfað á Írlandi, í Bandaríkjunum og Færeyjum, þar sem hann stýrði liði B71 ásamt því að vera yfir unglingastarfi félagsins. Hérlendis var hann aðstoðarþjálfari Þórs/KA í Pepsi Max deildinni 2018 og 2019 og á sama tíma þjálfari hjá 2.fl.kv hjá Þór/KA og hjá Hömrunum á Akureyri. Christopher er með UEFA A gráðu og BS gráðu í íþrótta- og heilsufræði.

Við fögnum því mikið að hafa svona öflugt þjálfarateymi hjá kvennaliði félagsins og hlökkum verulega til komandi tímabils. Áfram FRAM!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!