Emma Olsson til Fram!
Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna að Emma Olsson mun ganga til liðs við félagið fyrir næsta tímabil en hún skrifaði undir 2 ára samning við félagið. Emma Olsson gengur til liðs við okkur frá Önnereds í Svíþjóð en hún er uppalin hjá Eslöv.
Emma er 24 ára hávaxin línumaður og varnarmaður sem mun styrkja okkar lið sérstaklega varnarlega. Hún kemur til landsins í ágúst og mun hefja æfingar með liðinu í framhaldinu.
Velkomin í Fram Emma!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email