fbpx
Steini-undirskrift-minnkud

Aðalsteinn Aðalsteinsson ráðinn yfirmaður knattspyrnumála

Knattspyrnudeild Fram hefur gengið frá ráðningu Aðalsteins Aðalsteinssonar í starf yfirmanns knattspyrnumála frá 1. ágúst 2021.

Aðalstein þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugafólki en hann er í dag aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Aðalsteinn á glæstan feril að baki sem leikmaður Víkings og hefur eftir að ferlinum lauk þjálfað nokkur lið með góðum árangri en hann hefur þjálfað hjá Fram síðan 2009.

Aðalsteinn mun hafa yfirumsjón með faglega hlutanum í rekstri knattspyrnudeildar, hafa umsjón með afrekshluta starfsins, koma að samningamálum þjálfara og leikmanna ásamt því að móta starf yngri flokka félagsins. Það er mikill fengur fyrir Fram að fá Aðalstein í þetta starf og við hlökkum til samstarfsins á komandi árum.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email