Úrtökur fyrir landsliðin í poomsae fóru fram á föstudaginn. Við vorum hvorki meira né minna en SJÖ iðkendur frá Fram og hefur deildin aldrei átt fleiri þátttakendur í neinum úrtökum hvorki í sparing né poomsae, þó vantaði einn í hópinn.
Við erum ótrúlega ánægð með þessa þátttöku og kannski sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki tekið eina einustu poomsae æfingu síðan í vor.
Við eigum því núna sex iðkendur í landsliðinu og tvo iðkendur í Talent Team liðinu sem er undirbúnings lið ætlað yngri og/eða lægri beltum.
Við erum ótrúlega stolt af okkar iðkendum og vitum að þetta var þrekraun langt utan við þægindarammann hjá sumum. En þetta segir okkur það að öll þessi gríðarlega tæknivinna sem við djöfluðumst í síðasta vetur er að skila sér, ekki bara í stórbættri tækni heldur einnig í verulega auknu sjálfstraust.
Það er svo gaman að sjá okkar iðkendur vaxa, bæði sem taekwondo iðkendur og sem einstaklingar.
Við höfum svo sem ekki reiknað það út en….. miðað við iðkendafjölda er ég viss um að Fram er með hæstu prósentuna af landsliðsfólki ?
Vel gert Framarar
Taekwondodeild Fram