Markmaðurinn Ólafur Íshólm Ólafsson hefur framlengt samning sinn við Fram til loka tímabilsins 2023.
Ólafur hefur verið einn af máttarstólpum Fram liðsins sem hefur nú þegar unnið sér sæti í Pepsi Max deildinni á næsta tímabili.
Það er mikill fengur fyrir Fram að Ólafur skuli halda tryggð við félagið og framlengja samningi sínum.
Það eru spennandi tímar FRAMundan.
Knattspyrnudeild Fram