fbpx
Súpa vefur

Vel heppnað súpu hádegi

Við FRAMarar héldum í dag annan súpufund vetrarins. Okkur telst til að það hafi verið rúmlega 40  menn og konur sem gæddu sér á þessari líka fínu súpu. Súpan mjög góð og var gerður góður rómur að henni.

Það er alltaf gaman að sjá alla þessa FRAMarar á öllum aldri rifja upp gamla daga og ræða málefni dagsins. Margt að ræða og stemmingin góð í dag.

Næsti súpufundur verður fimmtudaginn 25. nóvember 2021.

Við FRAMarar þökkum öllum þeim sem mættu fyrir komuna, fyrir það erum við mjög þakklát og hvað þessi uppákoma heppnast alltaf vel.

Takk fyrir okkur og sjáumst í nóvember.

ÁFRAM FRAM

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!