Rakel Dögg Bragadóttir hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna frá og með næsta tímabili.
Rakel Dögg sem verður 36 ára á þessu ári lék lengi með Stjörnunni og spilaði þar stórt hlutverk, meðal annars þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2007 og 2008. Hún fór um tíma í atvinnumennsku í Danmörku og Noregi áður en hún snéri aftur heim í Stjörnuna. Þá lék hún 102 landsleiki og skoraði í þeim 298 mörk. Hún var meðal annars fyrirliði landsliðsins á fyrsta stórmótinu sem Ísland lék á, EM 2010 í Danmörku og Noregi.
Við bjóðum Rakel velkomna í klúbbinn og hlökkum til samstarfsins með henni!