Það er handknattleiksdeild Fram mikil ánægja að tilkynna um tvo nýja öfluga leikmenn. Luka Vukicevic og Marko Coric ganga báðir til liðs við Fram frá liði Bregenz í Austurríki.
Luka Vukicevic er fæddur árið 2002 í Svartfjallalandi. Hann er gríðarlega efnileg hægri skytta sem hefur verið að gera það gott og lék meðal annars sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svartfjallaland á árinu. Luka lék með Lovcen í heimalandi sínu og var þeirra markahæsti maður er liðið varð bæði bikar- og landsmeistari. 18 ára gengur hann til liðs við Bregenz og var meðal annars valinn besta hægri skytta úrslitakeppninar á síðustu leiktíð. Luka hefur leikið með öllum yngri landsliðum Svartfjallalands við góðan orðstír.
Marko Coric er Króati sem spilar sem línumaður. Hann er stór og stæðilegur en hann er 199 sentimetrar á hæð og um 115 kg. Marko hóf feril sinn í Króatíu með RK Hrvatski Dragovoljac en flutti sig til RK Ribola Kastela og lék með þeim í 4 tímabil. 2018 gengur hann til liðs við Bregenz í Austurríki. Þar hefur hann áttu góðu gengi að fagna. Marko lék með yngri landsliðum Króatíu og var meðal annars í liðinu þegar Króatar lentu í 4.sæti á EM (U20) í Danmörku 2016.”
Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur í Fram að fá þessa tvo öflugu leikmenn til liðs við okkur. Þeir munu styrkja liðið sem og að miðla reynslu sinni til okkar ungu efnilegu leikmanna sem stefna hátt. Við horfum björtum augum til komandi tímabils í nýrri og glæsilegri aðstöðu með öflugt og vel mannað lið,” segir Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður hkd. Fram.
Velkomnir í Fram Luka og Marko!
Áfram Fram!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email