Þórey Rósa áfram til 3 ára!
Það er sönn ánægja að tilkynna áframhaldandi samstarfi milli FRAM og landsliðsmannsins Þóreyjar Rósu næstu 3 árin í hið minnsta. Þórey er einn af burðarásum meistaraflokks og félagsmaður góður. Þórey hefur skorað 85 mörk í 20 leikjum fyrir félagið í vetur.
Bjarni formaður handknattleiksdeildar FRAM: Þórey Rósa er einn besti hægri hornamaður sem við höfum átt. Hún átti afar farsælan feril erlendis í atvinnumennsku og er því reynslumikil íþróttakona. Því er það sérstaklega ánægjulegt fyrir Fram og ekki síður kvennalandsliðið að hún taki slaginn áfram.
Áfram FRAM
