fbpx
Konur apríl 2022 vefur

Góð uppskera hjá Blakdeild Fram

Blakdeild Fram hefur haldið út æfingum fyrir karla og kvennalið síðastliðin 5 ár. Liðin hafa æft tvisvar sinnum í viku.

Í ár var kvennaliðið er með tvö lið skráð á Íslandsmótið í blaki og náðu bæði liðin að komast í úrslitakeppni í sínum deildum.  Síðustu helgina í apríl var uppskeruhátíð blakara á Íslandi haldið hátíðlega, þegar Öldungamótið “Stuðboltinn 2022” var haldinn með pompi og prakt af HK í Kópavoginum. Þangað mættu Framarar kátir til leiks með tvö kvennalið og tvö karlalið. Að vanda skemmtu allir sér allir konunglega og góð stemning var í hópnum og ekki skemmdi fyrir að annað kvennaliðið skilaði fyrsta bikarnum í nýtt íþróttahús með því að vinna sína deild.Blak deildin bíður spennt eftir nýju húsi, þar sem með meira rými verður hægt að bæta við iðkendum, en það hefur ekki verið hægt undanfarin ár vegna plássleysis. Hópurinn er fullur tilhlökkunar í að bjóða nýja félaga velkomna á komandi tímabili. Stefnt er að því að halda blaknámskeið fyrir byrjendur í haust fyrir þá sem langar prófa skemmtilega hreyfingu með nágrönnum. 

Blakdeild Fram.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!