Þriðji leikur í úrslitaeinvígi FRAM og Vals fer fram fimmtudaginn 26. maí og verður mikið um dýrðir í Safamýrinni. Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt og tryggi sér miða á leikinn í miðasöluappinu Stubbi.
Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
Kl. 17:00 – Uppskeruhátíð 5.-8. flokks
Kl. 18:00 – Handknattleiksdeild FRAM grillar hamborgara sem seldir verða til styrktar deildinni
Kl. 19:00 – Fyllum stúkuna og sköpum stemningu fyrir leikinn
Kl. 19:30 – FRAM – Valur – flautað til leiks
Handbolti er skemmtilegur!
Kveðja,
Unglingaráð