fbpx
Leikir KK - 2022-06-10T094250.197

Hekla Rún er komin heim!

Hekla er komin heim!

Það er handknattleiksdeild Fram sérstök ánægja að tilkynna að Hekla Rún Ámundadóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við deildina. Heklu þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Framara en það er mikið fagnaðarefni að fá hana aftur heim í Fram. Hún þjálfaði einnig í yngri flokkum Fram um árabil með góðum árangri og þekkir því starfið vel hjá okkur í Fram.

“Það er mikið ánægjuefni að fá Heklu aftur heim í Fram enda er hún Framari. Hún kemur til með að auka breiddina í okkar góða liði og mun smellpassa inn í hópinn enda þekkir hún vel til leikmannahópsins. Hún er góður leikmaður bæði í vörn og sókn og mun styrkja liðið á báðum endum vallarins.” Sagði Bjarni Kristinn Eysteinsson formaður hkd. Fram við undirritun samningsins.

Velkomin heim Hekla!

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!