fbpx
Picture1

Fréttir frá almenningsdeild – Nú fer allt að fara í gang!

Blak og almenningsdeild

Starf Blak og almenningsdeildar Fram hefst með kynningarfundi fimmtudagskvöldið 8. september kl. 20:00 í hátíðarsal Fram. Þjálfarar kynna dagskrá vetrarins.

Sérstakur gestur verður Geir Gunnar Markússon, næringafræðingur og einkaþjálfari sem verður með fyrirlestur um næringu og heilbrigðan lífstíl, mátt fæðunnar og ávinninginn af því að lifa heilsusamlegu lífi.

Kynntu þér framboðið, það er eitthvað fyrir alla.

Hlökkum til að sjá þig, frítt inn og heitt á könnunni.

Íþróttaskóli FRAM

Íþróttaskóli Fram fyrir 2-5 ára hefst aftur laugardaginn 10. september í Ingunnarskóla. Fjölbreyttir tímar þar sem börnin efla þol, vöðvastyrk, liðleika, viðbragð og samhæfingu í skemmtilegri samveru með foreldrum/forsjáraðilum undir stjórn íþróttafræðinga og sjúkraþjálfara.

Námskeiðið er 12 skipti og kostar kr. 16.900. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Fram. Skráning fer fram í gegnum Sportabler.

Þrek og þol

Þrek og þol, tímar fyrir alla, hefjast í íþróttamiðstöð Fram mánudaginn 12. september. Vertu með í skemmtilegum félagsskap og ræktaðu líkama og sál. Tímarnir eru kl. 17:30, veldu þá daga sem hentar þér. Sjá nánari upplýsingar hér. (https://fram.is/almithrdeild-leikfimi/)

FIT í FRAM

Þjálfun fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára hefst í íþróttamiðstöð Fram mánudaginn 13. september. Tímarnir verða fjölbreyttir þar sem hver og einn fer á sínum hraða og byggir upp líkamlega og andlega heilsu í góðum félagsskap.

Við hvetjum alla til að mæta. Gjaldið er kr. 3000 fram til áramóta. Þjálfari er Árný Andrésdóttir, íþróttafræðingur. Nánari upplýsingar má finna hér (https://fram.is/fit-i-fram/)

Share this post

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!