Stór vika fram undan í handboltanum!
Fyrstu tveir alvöru keppnisleikirnir fara fram í vikunni. Strákarnir ríða á vaðið á fimmtudaginn og spila gegn Selfyssingum í fyrsta leik í Olís deildinni tímabilið 22/23. Frítt inn fyrir BLÁA Framara!
Stelpurnar fá síðan Val í heimsókn á laugardaginn þegar spilað verður upp á bikar! Í boði er viðurnefnið meistarar meistaranna, þegar bikarmeistarar (Valur) og Íslandsmeistarar (Fram) síðasta keppnistímabils mætast!