Fram 6. flokkur kvenna fór um liðna helgi á Goðamótið hjá Þór á Akureyri með 5 lið. Um er að ræða skemmtilegt gistimót þar sem mikið er um afþreyingu og skemmtun. Stelpurnar voru félaginu sínu til sóma og spiluðu frábæran fótbolta.
Öll lið stóðu sig vel og áttu góða sigra, þó einhver auðgleymanleg töp hafi slæðst með. Fram Lára Ósk var eina liðið sem náði á verðlaunapall en þær ger’i sér lítið fyrir og fóru taplausar í gegnum mótið í efsta styrkleika riðlinum. Þær voru því krýndar Goðamótsmeistarar 2022.
Þetta er í fyrsta skipti sem FRAM sendir lið á þetta mót en allir; foreldrar, þjálfarar og iðkendur, voru sammála um að þetta verði alls ekki í síðasta skipti. Þetta mót er því komið til að vera hjá 6 flokki kvenna.
Við þökkum Þór á Akureyri fyrir frábært mót og óskum okkar stelpum innilega til hamingju með þeirra frammistöðu.