Dagana 28. 29. og 30. desember mun þjálfarateymi frá Fram vera með æfingabúðir fyrir 4. og 5. flokk karla og kvenna. Æfingabúðir verða byggðar upp í æfinga- og fyrirlestraformi. Æfingar verða á Framvellinum í Úlfarsárdal, í þreksal og í fyrirlestrarsal í Framhúsinu.
Í þjálfara- og æfingateymi Fram verða Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson þjálfari og Guðmundur Magnússon og Már Ægisson leikmenn meistaraflokks karla.
Æfingar verða kl. 09:00 – 12.00 dagana 28. 29. og 30. desember 2022
Verð fyrir námskeið er kr. 10.000-.
Skráning á https://www.sportabler.com/shop/fram