Kæru FRAMARAR
Flugeldasala FRAM er stór liður í rekstraráætlun okkar. Því metum við það mikils þegar við sjáum stuðningsmenn og aðra nágranna koma og styrkja okkur.
Við verðum staðsett á sama stað og undanfarin ár, við gömlu félagsaðstöðu okkar í Úlfarsárdalnum. Þar mun okkar fólk taka vel á móti ykkur í spjalli og kaffi.
Flugeldasalan er opin frá:
28. des – kl. 16.00 – 20.00
29. des – kl. 12.00 – 22.00
30. des – kl. 12.00 – 22.00
31. des – kl. 12.00 – 16.00
Endilega komið við og sjáið úrvalið!
Gleðilega hátíð og áfram FRAM!