fbpx
Leikir KK - 2023-01-13T095438.200

Sara Katrín á láni til FRAM

Sara Katrín Gunnarsdóttir í FRAM!

 

Það er okkur í handknattleiksdeild Fram mikið ánægjuefni að tilkynna að Sara Katrín Gunnarsdóttir gengur til liðs við okkar frábæra kvennalið á lánssamningi frá HK út leiktímabilið.

 

Sara Katrín er fædd árið 2002 og spilar sem vinstri skytta og er einnig sterkur varnarmaður.  Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands við góðan orðstír.   Hún var meðal annars markahæsti leikmaður Grill deildarinnar 2021 með HK-U og var valin efnilegasti leikmaður og besti sóknarmaður Grill deildarinnar á lokahófi HSí það sama ár.  Hún er efnilegur leikmaður, vinnusöm og áræðin og mun án efa spila stórt hlutverk á komandi mánuðum.

 

Velkomin í Fram Sara Katrín!

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!