Reynir Þór Stefánsson skrifar undir samning til 2026.
Það eru gleðitíðindi þegar ungir og efnilegir leikmenn skrifa undir langtímasamning við félagið. Þrátt fyrir ungan aldur er Reynir á sínu öðru ári í meistaraflokki karla. Hann hefur spilað 14 leiki í vetur og skorað í þeim 46 mörk. Spiltími eykst með hverjum leiknum og mikilvægi hans fyrir okkar lið er mikið. Honum fer fram með hverjum leiknum og væntum við mikils af honum á komandi árum. Auk þess er Reynir einn af máttarstólpum u-17 ára landsliðs karla sem hafa verið að gera góða hluti.
Til hamingju með nýjan samning Reynir, gangi þér vel áfram!
Áfram FRAM!
Share this post
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email