fbpx
LengjudeildinSamningurbanner_Írena-1

Írena Björk gerir tveggja ára samning við Fram

Írena Björk Gestsdóttir hefur gengið til liðs við meistaraflokk kvenna hjá Fram og gerir 2 ára samning við félagið.

Írena er 24 ára gömul og er, þrátt fyrir ungan aldur, með mikla reynslu úr Lengjudeildinni en hún hefur spilað tæplega 50 leiki í deildinni með Grindavík og heilt yfir á hún rúmlega 100 leiki í meistaraflokki.

Írena er kraftmikill bakvörður sem getur spilað báðar bakvarðastöðurnar og er nánast alveg jafnfætt, þó hún sé að upplagi hægri bakvörður. Hún er sterkur karakter með mikla leiðtogahæfileika og er mikill liðsstyrkur fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Við bjóðum Írenu innilega velkomna til Fram og við hlökkum mikið til að fylgjast með henni í bláu treyjunni.

Share this post

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on email
Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0

Skráðu þig á póstlistann!

Fáðu allar fréttir, tilboð og aðrar upplýsingar beint í æð!